Friday, April 21, 2006

Lygilegur dagur

Þetta er bara búinn að vera ótrúlegur dagur. Fjórða prófið mitt var í dag, Early Gaelic Literature in Translation, og núna á ég bara tvö eftir. Síðasta prófið mitt er eftir viku og það eru svo bara níu dagar þangað til ég flýg heim. Sá tími getur ekki komið nógu hratt. Ég var í prófi í dag klukkan hálf tíu (hálf níu að íslenskum tíma) og ég sver, heilinn á mér fer ekki í gang svona snemma á morgnana til að taka próf, hann bara þver neitar að gera neitt af viti. En þetta var ágætt próf, ekki eins nastí og prófið á þriðjudag var í Belief and Culture in medieval Ireland and Scotland. Sver Joanne hefði getað drepið kennarann okkar eftir það próf, ég var hrædd við hana. En nei í dag, þá settumst við inn í prófsalinn aðeins í seinna lagi og við áttum að fá nokkrar mínútur auka af því að okkur hafði verið hleypt inn svo seint. Þegar ég var nýbúin að ganga frá öllum upplýsingum á próförkina og nýbyrjuð að lesa prófspurningarnar, var komin að þeirri þriðju á blaðinu þá fór brunabjallan í gang. Er ekki að djóka svo að við þurftu að yfirgefa salinn. Sem betur fer tók ég jakann minn með því að annars hefði ég króknað úr kulda. Þetta var náttúrulega bara fyndið því að um leið og við vorum komnar út þá byrjuðu allir að tala: quick tell me about this and that af því að við vorum náttúrulega búnar að sjá spurningarnar og gátum því ráðfært okkur við næsta mann. Enda eftir prófið þá kom í ljós að við höfðum allar tekið 7 spurninguna sem fjallaði um konur og "sovereignty goddesses" bara snilld. Við þurftum að bíða úti í kuldanum í um tuttugu mínútur áður en slökkt var á kerfinu og okkur hleypt inn aftur. Þannig að í staðinn fyrir að prófið lyki hálf tólf, þá kláruðum við tíu mínútur í tólf. Alveg svakalega undarlegur tími. Hef tekið próf hérna í þrjú ár og þetta hefur aldrei komið fyrir áður. En aftur á móti eftir próf og þegar við vorum að fá okkur hádegismat þá fóru sögurnar af stað. Ein hafði heyrt um eina sem hafði fengið nóg og nýlega eftir að prófið hafði byrjað hljóp hún út öskrandi "there isn't enought time" brilliant það maður. Það hefur liðið yfir nokkra og einn kastaði meira að segja upp þegar hann var í prófinu. Nú þeir sem ekki vita, þá eru þessir prófasalir frekar þröngt setnir. Maður þarf að renna sér þægilega léttilega í sætin og borðið á næsta aðila er upp við bakið á stólnum þínum. Í salnum sem við vorum í til dæmis rúmast 200 borð. Þegar þessi sem kastaði upp lét gusuna ganga, vildi það ekki svo betur til en að það lenti á næsta manni eins og hvaða önnur sæmilega gusa úr Exorcism. Ekki hefði ég viljað vera sú sem sat fyrir framan uppkastarann!!! Það er bara fyndið að heyra af þessum sögum eftir prófin en ég hefði nú ekkert á móti því að sjá einvhern sem er stressaðri en ég þótt að það sé ljótt að segja það. Það hefði bara einhvern veginn vegað skemmtilega upp á móti þessum degi.
Núna er ekkert annað fyrir mig að gera en að drífa mig áfram að læra fyrir næsta próf sem er á máundaginn. Sem betur fer er það eftir hádegi en mig hlakkar ekki til að fara í þetta próf. Ja, hlakkar til og ekki, þetta er í Historical development of the Gaelic language (hljómar síður en svo spennandi I know) en aftur á móti þá er þetta næst síðasta prófið þannig að ég get alltaf haft eitthvað til að hlakka til. Þá verður enn styttra þangað til prófin eru búin og enn styttra þangað til ég kemst upp í flugvél heim til mín.

No comments: