Úff, ég bara varð að venta svolítið hérna á íslensku, annars fæ ég fráhvarfs einkenni. Þetta þjóðfélag er svo undarlegt og ég veit að ég er endalaust að kvabba á því, en það er það samt. Um tíu leytið í kvöld þá fór ég að heyra í gjallarhorni óma hérna í kring. Ok, halló, það er miðvikudagur og klukkan orðin tíu. Fór inn til Dinesh til að sjá hvað væri um að vera og þá var komin rúta á svæðið og hún var að smala öllum saman til að fara með liðið á skemmtistað. Svaka gaman! ÞAÐ ER MIÐVIKUDAGUR! Get a life, eða betra farðu að læra. Dee hamrar alltaf á því að "hey, these are first years, they don't study" en vá, það er miklu viltara lið hérna núna heldur en var í fyrra. Og engin smá partý-íbúð hérna á ská fyrir neðan okkur. Partý, Miðvikudaga, Fimmtudaga, Föstudaga, Laugardaga, Sunnudaga ... ææ, ætli við ættum ekki að læra smá Mánudag og Þriðjudag og svo er aftur komin partý-vika. En svona er lífið, fullt af skemmtilegum, óvæntum uppákomum og sérstaklega ef þú býrð með FJÖGURHUNDRUÐ öðrum nemendum og flestir á aldrinum 18 - 22.
En klukkan er orðin margt, allavegana hjá mér og ég ætla að fara að reyna að sofna áður en skríllinn kemur skríðandi heim í morgunsárinu.
Wednesday, October 13, 2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment